Spies Hecker bílalökk

Eins og kunnugt er hefur Poulsen verið umboðsaðili fyrir Dupont bílalökk á Íslandi. Spies Hecker er undir regnhlíf DuPont og var ákveðið að Poulsen myndi taka við og sjá um dreifingu á málningavörum frá Spies Hecker

Spies Hecker hefur verið notað á Íslandi í fjölda ára og reynst vel, einnig hafa þeir í yfir 125 ár verið leiðandi og stór partur af sögu bílamálunar.

Poulsen mun bjóða bílamálningarverkstæðum upp lausnir frá Spies Hecker þ.e.a.s. litabar með tilheyrandi búnaði. Ekki verður boðið uppá blöndun á Spies Hecker í verslun , en eins og kunnugt er bjóðum við uppá blöndun á öllum tegundum af lakki frá DuPont.

Vefsíða Spies Hecker : www.spieshecker.com