Eitt fullkomnasta verkstæði landsins.

Skiptum um framrúður, hliðar og afturrúður, gerum einnig við framrúður.  


Verkstæðið er vel tækjum búið. Þar sem við erum stærsti innflytjandi á bílrúðum, listum ,smellum ásamt vélum og tækjum til rúðuskipta höfum við ávalt nýjustu tæki og beitum nýjustu aðferðum við rúðuskipti. Verkstæðið er eitt það fullkomnasta á sínu sviði hér á landi og þó víðar væri leitað.


Verkstæðið er eingöngu til rúðuísetninga. Þá er ekki eingöngu átt við framrúður, heldur er skipt um hliðarrúður, afturrúður og hlera (úr gleri), Verkstæðið hefur á að skipa faglærðum mönnum og hafa starfsmenn okkar verið við kennslu og leiðbeiningar hjá Fræðslumiðstöð Bílgreina í Borgarholtsskóla. Bílrúðuísetning er mikið vandaverk og er ekki sama á hvaða hátt þessi aðgerð er framkvæmd. Við höfum tileinkað okkur ákveðnar vinnureglur á þessu sviði sem skara langt fram úr almennum vinnureglum, sem veitir viðskiptavininum (bíleigandanum) ábyrgð á verkinu og lengri endingatíma viðgerðarinnar.